
Sannkölluð náttúruperla
„Sannkölluð náttúruperla“ er einkennandi fyrir Selá í Steingrímsfirði.
Selá er falleg fluguveiðiá, lygn, fjölbreytt, krefjandi, náttúrufegurðin og kyrrðin ósnortin.
Í Selárdal geta fluguveiðimenn notið veiðistundarinnar eins og hún gerist best.
Veiðifélag Selár í Steingrímsfirði var stofnað árið 1942 og fagnar því 80 ára afmælisveiðiári.
Selá
Selá í Steingrímsfirði er dragá og er ein af vatnsmestu ám á Vestfjörðum og á upptök sín á Ófeigsfjarðarheiði í um 500m hæð yfir sjávarmáli.
Selá er í Strandasýslu á mörkum Kaldrananesshrepps og Strandabyggðar í 230km fjarlægð frá Reykjavík og 15km fjarlægð frá Hólmavík.
Vatnasvæði árinnar er mjög fallegt og býður upp á fjölbreytt veiðisvæði og gengur fiskur um 20km upp ánna. Veiðist bæði bleikja og lax.
Meðalveiði í Selá á Ströndum eru 200 bleikjur og 40 laxar en mest hafa komið um 100 laxar á land. Margir fallegir veiðistaðir eru í Selá og
eru í boði 1-4 flugustangir yfir veiðidaginn. Góð afþreying er stutt frá, veitingastaðir, sundlaugar og náttúrupottar. Fátt betra en að skella sér
í góða slökun eftir góðan dag í veiði. Ekkert veiðihús fylgir veiði og er fluguveiðimönnum bent á eftirfarandi gistingar og sundstaði.
Veiði fyrir Vestan er spennandi og krefjandi kostur, Selá í Steingrímsfirði er þar með talin og er tilvalinn veiðistaður fyrir fjölskylduna eða
unga sem aldna veiðimenn í fluguveiði. Hvernig hljómar fluguveiði í Selá á Ströndum? Selárdalur tekur vel á móti þér!





Veiðireglur
Veiðistjórn Selár hefur ákveðið að gera tímabundið breytingar á veiðireglum fyrir veiðitímabilið. Stjórn vill fá betra jafnvægi í vatnakerfi árinnar. Á næstu árum er það ósk okkar að áin muni taka vel við þeim breytingum sem sem á henni verða. Það er okkar stefna að hlúa að náttúruperlunni okkar og vonum við að stangveiðimenn Selár taki vel í þessar breytingar sem skila sér vonandi í enn skemmtilegri og gjöfulli stangveiðiá í framtíðinni.
Veiðistjórn býður spennt eftir góðum árangri!
Fjöldi stanga: 4
Leyfilegt agn: Eingöngu fluguveiði á flugustöng
Kvóti: Öllum fiski sleppt(Hnúðlax drepinn)
Veiði er stranglega bönnuð Í Þjóðbrókargili og hliðarám Selár!
Veiði er stranglega bönnuð ofan við efsta veiðistað nr. 19. Hvanneyrarfljót!

Vefsala Selár
4 stangir yfir daginn. Heill dagur eða hálfur dagur. Lesa skilmála…

Veldu dag

Veiðileyfi
From: 14.900 kr.